Útgáfur

Grunnnámskeið í Aski, skýrslukerfi Orra

22.1.2020

Fjársýsla ríkisins er að fara af stað með fleiri grunnnámskeið í Aski, skýrslukerfi Orra.

Á námskeiðunum verður kennd grunnvirkni Asks. Þátttakendur fá tækifæri til að prófa sig áfram með hina ýmsu eiginleika sem Askur býður upp á. Þátttakendur verða að hafa aðgang að GL hreyfingalista í Aski.

Askur er skýrslukerfið sem er ætlað að taka við af Oracle Discoverer. Askur byggir á skýrslubyggingu Discoverer og notendur ættu að geta fundið allar þær upplýsingar sem voru í Discoverer.

Skráningin fer fram í gegnum Fræðslukerfi Orra, sem opnast á innskráningarsíðu með því að smella hér.

Takmarkaður fjöldi kemst að á hverju námskeiði.