Útgáfur

Greiðslur orlofs frá Arionbanka

12.5.2020

Í ljós kom í gær að útgreiðsla orlofs frá Arionbanka inn á ráðstöfunarreikninga var ekki eins og vera bar.

Orlofsgreiðsla úr síðustu útborgun, þann 1. maí s.l., varð eftir.
Svör bankans virðast hafa verið að orlofið hafi verið greitt of seint.
Gjalddaginn er 10. hvers mánaðar sem var sunnudagur og greiðsla því innt af hendi þann 11. maí.

Orlofið var því lagt inn á reikninga án orlofsgreiðslunnar úr útborgun 01.05.2020.
Við höfum verið í sambandi við Arionbanka sem er að skoða lausnir á vandanum.
Nánari upplýsingar um það munu liggja fyrir á morgun.