Fyrsta græna skrefið
Fjársýsla ríkisins búin að stíga sitt fyrsta Græna skref! Þær Ragnheiður Gunnarsdóttir forstöðumaður og Vilborg Hólmjárn hafa umsjón með verkefninu og stefna á að klára annað skref fyrir áramót, enda góður stuðningur innanhúss. Alveg til fyrirmyndar!
Á myndinni eru Hildur Harðardóttir, Umhverfisstofnun, ásamt Ragnheiði K. Gunnarsdóttur og Vilborgu Hólmjárn hjá Fjársýslu ríkisins.