Útgáfur

Fyrirframgreiddar barna- og vaxtabætur 1. febrúar

29.1.2016

Fyrirframgreiddar barnabætur fyrir mánuðina janúar-mars 2016 og fyrirframgreiddar vaxtabætur fyrir júlí-september 2015 verða greiddar út hinn 1. febrúar nk.

Yfirlit yfir barna- og vaxtabætur til útgreiðslu 1. febrúar er unnt að nálgast  í gegnum vefinn island.is, frá og með laugardeginum 30. janúar.

Bætur eru lagðar inn á bankareikninga bótaþega sem eru með skráða bankareikninga hjá innheimtumönnum ríkissjóðs. Ef upplýsingar um bankareikninga liggja ekki fyrir, verða bætur greiddar út hjá innheimtumanni, eftir að upplýsingar um bankareikning hafa verið gefnar upp.

Unnt er að tilkynna um bankareikning hjá innheimtumönnum ríkissjóðs og á www.skattur.is.

Upplýsingar um innheimtumenn ríkissjóðs:

Innheimtuembætti Sími                
Tollstjóri 560-0300
Sýslumaðurinn  á Suðurnesjum 458-2200
Sýslumaðurinn á Vesturlandi 458-2300
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum 458-2400
Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra 458-2500
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra 458-2600
Sýslumaðurinn  á Austurlandi 458-2700
Sýslumaðurinn á Suðurlandi 458-2800
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum 458-2900