Útgáfur

FJS uppfyllir kröfur um jafnlaunavottun

9.5.2019

Afhending jafnlaunaskírteinis í maí 2019

Fjársýsla ríkisins hefur fengið vottun á jafnlaunakerfi fyrirtækisins. Því til staðfestingar hefur fyrirtækið fengið afhent skírteini frá vottunar- og faggildarstofunni BSI á Íslandi og einnig jafnlaunamerki Velferðarráðuneytisins frá Jafnréttisstofu.

Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Jafnlaunastaðallinn tryggir fagleg vinnubrögð sem fyrirbyggir beina og óbeina mismunun vegna kyns og þannig vinnur hann gegn kynbundnum launamun. Einnig á hann að tryggja að málsmeðferð og ákvörðun í launamálum byggist á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun. Fjársýslan hefur því fengið staðfest að launakerfi stofnunarinnar uppfyllir öll þessi skilyrði.

Jafnlaunavottun_2019_2022_f_ljosan_grunn

Jafnlaunavottun er eitt þeirra verkefna sem við höfum stefnt að og viljum að innan stofnunarinnar sé góður vettvangur fyrir öfluga sérhæfða einstaklinga, til að nýta sína reynslu og þekkingu til að veita bestu mögulegu þjónustu á sviði opinberra fjármála.