FJS á Framadögum AIESEC
Framadagar AIESEC, sem
haldnir eru árlega í Háskólanum í Reykjavík, voru haldnir í dag, fimmtudaginn
24 janúar.
Markmið þeirra er að veita háskólanemum tækifæri til að kynna sér fyrirtæki og
stofnanir, ásamt fjölbreyttum möguleikum á sumarstörfum og framtíðarstörfum eða
tengja verkefnavinnu á lokastigum náms við atvinnulífið.
Starfsmenn FJS hafa kynnt starfsemi stofnunarinnar á Framadögum AISEC
síðastliðin ár og vakið áhuga háskólanema á þeim störfum sem sinnt er innan
stofnunarinnar.
Það er ánægjulegt að fá tækifæri til að ræða við ungt fólk um væntingar þeirra
til atvinnulífsins, framtíðarhorfur, lausnir sem leiða framþróunar og fleira
sem á þeim brennur.