FA Eignakerfi
Við viljum vekja athygli á því að daglega færast eignaskrárfærslur frá AP og GL yfir í Biðskrá í FA Eignakerfinu, jafnframt er búið að útbúa vinnslu sem verður virk 20. hvers mánaðar, sem bókar eignafærslur úr Biðskrá í Eignaskrá.
Áður en vinnsla á sér stað gefst starfsmönnum stofnana tækifæri til að breyta og laga færslur áður en þær streyma inn í viðkomandi eignaskrá / fyrningarbók. Eftir að flutningur hefur átt sér stað eiga breytingar (t.d. tegundalykill, viðfang) að fara fram inni í FA Eignakerfinu, þannig að réttar fyrninga-upplýsingar skili sér í GL Fjárhag.
Leiðbeiningar um FA Eignakerfið og upplýsingar um algengar spurningar sem við höfum fengið er að finna á heimasíðunni okkar.
Kennsluefni og handbækur - Orri fjárhagskerfi
Fræðsla og verklagsreglur - Spurt og svarað
Fyrirhugað er að halda námskeið fyrir notendur FA Eignakerfis í október.
Nánar auglýst síðar.