Útgáfur

Breyting á sóknargjaldi 2019

15.3.2019

Sóknargjald ársins 2019 er samkvæmt fjárlögum 925 kr. á hvern einstakling 16 ára og eldri. Þann 15. febrúar síðastliðinn var ranglega greitt til sókna og trúfélaga sóknargjald 934 kr. á hvern einstakling 16 ára og eldri vegna sóknargjalda janúar 2019.

Greiðslan vegna febrúar sóknargjalda þann 15. mars verður því 9 kr. lægri eða 916 kr. á hvern einstakling 16 ára og eldri og eftir það verða greiðslur vegna sóknargjalda mars til desember 2019 925 kr. á hvern einstakling 16 ára og eldri.