Auglýst eftir sérfræðingum á uppgjörssvið
Fjársýsla ríkisins auglýsir tvær lausar stöður sérfræðinga á uppgjörssviði. Um framtíðarstarf er að ræða í fjölbreyttu og krefjandi umhverfi. Störfin fela í sér þátttöku í innleiðingu alþjóðlegra reikningsskilastaðla hjá ríkissjóði auk annarra verkefna sviðsins. Kjörið tækifæri fyrir einstaklinga sem vilja takast á við faglegar áskoranir og spennandi framtíðarstarf.
Helstu verkefni og ábyrgð
Þátttaka í innleiðingu alþjóðlegra reikningsskilastaðla (IPSAS)
Aðstoð við ríkisaðila um bókhald, reikningsskil og afstemmingar
Samræming reikningsskila og bókhalds ríkisaðila
Mánaðar- og ársuppgjör ríkisaðila
Vinna við gerð ríkisreiknings og önnur verkefni í samráði við forstöðumann
Hæfnikröfur
Viðskiptafræðimenntun
Framhaldsmenntun í reikningsskilum er kostur
Reynsla af uppgjörum og afstemmingum
Góð þekking á Excel og upplýsingatækni
Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
Góð kunnátta í íslensku og ensku
Góð samskiptahæfni
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi, sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins (FHSS) hafa gert
Umsóknarfrestur er til og með 03.07.2017
Sótt er um starfið rafrænt á www.starfatorg.is
Viðkomandi þurfa að geta hafið störf sem fyrst. Starfshlutfall er 100%
Nánari upplýsingar veita
Þórir Hvanndal Ólafsson - thorir.olafsson@fjs.is - 545-7500
Pétur Ólafur Einarsson - petur.einarsson@fjs.is - 545-7500