Áramótabakfærsla / Lokaútborgun 2018
Lokaútborgun /
Áramótabakfærsla sem tilheyrir tekjuárinu 2018.
Um er að ræða leiðréttingu á launum vegna ársins
2018. — Ofgreiðslur, vangreiðslur og aðrar leiðréttingar.
Til að skrá laun í þessa útborgun þarf að stilla
kerfið á 1. desember 2018 og stofna nýtt aukastarf á viðkomandi
starfsmann með öllum þeim upplýsingum sem til þarf.
Í stað þess að velja "Mánaðargreiðsla" í
svæðinu "Keyrsla" er valið " Áramótabakfærsla " og
skráð er "Annað" í starfaflokkun.
Athugið að launaforsendur sem skráðar eru á þetta
starf eru aðeins virkar í þessari einu útborgun.
Ef um að ræða annað en útborgun launa þá mun
Fjársýslan sjá um að skrá inn þær færslur.
Vinsamlega sendið erindin til okkar í Fjársýslunni
á tölvupóstfangið laun@fjs.is með Bakfærsla í
efni/subject.
Til þess að tryggja sem bestan árangur þarf að koma
skýrt fram hvað á að bakfæra og hvers vegna. Vinsamlega gefið upp nafn og
símanúmer og tölvupóstfang tengiliðs svo við getum haft samband, ef þörf er á
frekari skýringum.
Erindin þurfa helst að hafa borist mánudaginn 7.
janúar 2019 en við bregðumst við neyðartilfellum fram á síðustu stund.
Launavinnsla verður eftir þörfum
Lokavinnslan er áætluð miðvikudaginn 9. janúar 2019
Stefnt er að innlögn á bankareikninga föstudaginn 11.
janúar 2019