Útgáfur

Álagningarvinnsla lögaðila 2018

28.9.2018

Álagningarvinnslu árið 2018 fyrir lögaðila er lokið og var vinnslunni flýtt um einn mánuð frá því í fyrra. Fjárreiðusvið Fjársýslunnar hefur undanfarið unnið að þessari álagningarvinnslu í samvinnu við Ríkisskattstjóra. Greiðsluseðlar vegna álagningar lögaðila eru birtir á Ísland.is og ennfremur sendir til skeytamiðlunar fyrir þá lögaðila sem nýta sér þá þjónustu.

Mánudaginn 1. október  verða greiddar út inneignir að upphæð 15,3 milljarðar til rúmlega 6 þúsund lögaðila.