Útgáfur

Álagningarvinnsla einstaklinga 2018

1.6.2018

Álagningarvinnslu árið 2018 fyrir einstaklinga er lokið og var vinnslunni flýtt um einn mánuð frá því í fyrra. Fjárreiðusvið Fjársýslunnar hefur unnið að þessari álagningarvinnslu í samvinnu við Ríkisskattstjóra undanfarna mánuði. Töluverðar breytingar eru á birtingu álagningar til einföldunar fyrir viðskiptavini og er álagningin nú birt á vefgáttunum  island.is og skattur.is.

Í dag, föstudaginn 1.júní, verða greiddar út inneignir að upphæð 16,7 milljarða til rúmlega 142 þúsund einstaklinga. Einstaklingum sem fá álagningarseðil sendan í pósti hefur fækkað á milli ára en það eru um 22 þúsund í ár á móti um 68 þúsund í fyrra.

Fjöldi einstaklinga á skattgrunnskrá er rúmlega 297 þúsund, bæði  þeir einstaklingar sem telja fram og fengu áætlun. Samhliða álagningu höfum við bætt upplýsingaskil til launagreiðenda, sem eru rúmlega 11 þúsund og geta þeir nú sótt launagreiðendakröfur inn á island.is.