Innri vefur Fjársýslu ríkisins valinn besti innri vefurinn
8 manna dómnefnd Samtaka Vefiðnaðarins (SVEF) valdi innri vef FJS sem besta innri vefinn.
Íslensku vefverðlaunin eru árleg uppskeruhátíð vefiðnaðarins á Íslandi, haldin með það að markmiði að efla iðnaðinn, verðlauna framúrskarandi verkefni og hvetja þá sem starfa í vefiðnaðinum til dáða. Vefverðlaunin hafa vaxið og dafnað með hverju árinu, þau voru fyrst veitt árið 2000 en undanfarin ár hefur dómnefnd farið yfir á annað hundrað tilnefningar.
Í ári voru veitt verðlaun í 15 flokkum en fjöldi flokkanna endurspeglar breidd þeirra verkefna sem vefiðnaðurinn á Íslandi kemur að. 8 manna dómnefnd valdi sigurvefina í 13 flokkum en félagsmenn SVEF völdu athyglisverðasta vefinn.
Rétt er að taka fram að ekki er hægt að komast á Innri vef Fjársýslunnar nema innanhúss.