Fræðsla og verklagsreglur

Spurt og svarað

Almennar spurningar

Hver svarar fyrir ríkissjóðsinnheimtur í heimabanka (greiðslutilkynningar) ?

Svar:  Mikið er um að einstaklingar og fyrirtæki sem og þjónustufulltrúar bankanna, hringi í Fjársýslu ríkisins, í leit að frekari greiðsluupplýsingum en Fjársýsla ríkisins er ekki með þær upplýsingar.

Við viljum vinsamlega benda á að það eru innheimtumenn ríkissjóðs, sýslumenn utan höfuðborgarsvæðis og Skatturinn sem innheimta skatta og gjöld fyrir ríkissjóð.  Einstaklingar og fyrirtæki sem leita frekari upplýsinga um greiðslustöðu og innheimtu skulda eiga því að leita til Skattsins og sýslumanna utan höfuðborgarsvæðis.

Skatturinn, í síma 442-1000, svarar þeim sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu, en sýslumenn svara þeim sem búsettir eru utan höfuðborgarsvæðis.


Embætti Kennitala

Sími
  Skatturinn  540269-6029     442-1000 

Sýslumaðurinn á Vesturlandi
660914-1100

458-2300

Sýslumaðurinn á Vestfjörðum
411014-0100

458-2400

Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra
660914-0990

458-2500

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra
680814-0820

458-2600

Sýslumaðurinn á Austurlandi
410914-0770

458-2700

Sýslumaðurinn á Suðurlandi
680814-0150

458-2800

Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum 490169-7339

458-2900

Sýslumaðurinn á Suðurnesjum 610576-0369

458-2200

Hvað er sektarboð í heimabankanum ?

Svar:  Innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaður hjá sýslumanninum á Norðurlandi vestra, sími 458-2500, svarar fyrirspurnum varðandi sáttarboð, lögreglustjórasektir og dómsektir.

Hver svarar fyrir barnabætur og vaxtabætur ?

Svar:  Skatturinn ákvarðar barnabætur og vaxtabætur.  RSK sími 442-1000

 • Upplýsingar um  barnabætur og vaxtabætur má finna á rsk.is
 • Barnabætur og vaxtabætur eru greiddar út  eigi síðar en 1. febrúar, 1. maí, 1. júní og 1. október.
 • Bætur eru lagðar inn á bankareikning gjaldanda ef upplýsingar eru fyrir hendi skv. skattframtali, ráðstöfunarskrá banka og sparisjóða eða launaskrá Fjársýslu ríkisins. Annars eru þær greiddar út hjá innheimtumönnum ríkissjóðs.
 • Innheimtumenn (Skatturinn og sýslumenn utan höfuðborgarsvæðis)  veita upplýsingar um útborgun bóta og inn á hvaða reikning bæturnar voru greiddar. Ef bótum er ráðstafað upp í skuld við hið opinbera skal hafa samband við innheimtumenn, þ.e. Skattinn eða sýslumenn utan höfuðborgarsvæðis.
 • Ef bankareikningi hefur verið lokað  fer greiðslan á villu hjá bankanum og er síðan send til fjárreiðusviðs og greidd aftur inn í Tekjubókhaldskerfi ríkisins til útborgunar hjá innheimtumönnum.
 • Ef greitt hefur verið inn á rangan reikning skal hafa samband við bankann sem breytir númeri bankareiknings í ráðstöfunarskrá bankanna.
 • Barnabætur má ekki taka upp í bankaskuld. Þá skal hafa samband við fjárreiðusvið Fjársýslu ríkisins.
 • Ef bótum er ráðstafað á móti  meðlagsskuld þá er unnt að  hafa samband við Innheimtustofnun  sveitarfélaga, sími 590-7100.

Hver svarar fyrir bifreiðagjald?

Svar: Skatturinn leggur á  bifreiðagjald, en Skatturinn og sýslumenn utan höfuðborgarsvæðis veita nánari upplýsingar um greiðslustöðu, útborgun inneigna og innheimtu skulda.

 • Gjalddagi er 1. janúar og  eindagi 15. febrúar, eindagi er virkur dagur.
 • Gjalddagi er 1. júlí og eindagi 15. ágúst, eindagi er virkur dagur.

Ferðakostnaður  - akstursgjald og dagpeningar ?

Svar:  Auglýsing ferðakostnaðarnefndar um aksturs- og dagpeninga er á vefsíðu fjármála- og efnahagsráðuneytisins á slóð: http://www.fjarmalaraduneyti.is/ferdakostnadur/

Hverjar eru kennitölur ríkissjóðs ?

 • 540269-6459   Ríkissjóður Íslands
 • 681102-3020   Ríkissjóðsinnheimtur

Spurningar - launaþjónusta

Um starfsvottorð

Ef óskað er eftir starfsvottorði þarf að senda tölvupóst með "Starfsvottorð" í titli á netfangið mailto://laun@fjs.is. Upplýsingar um nafn, kennitölu og tímabil þurfa að koma fram og hvort um venjulegt starfsvottorð sé að ræða eða vottorð vegna atvinnuleysisbóta fyrir Vinnumálastofnun.

Inná hvaða reikning er orlofið mitt lagt ?

Flest stéttarfélög hafa gert vörslusamning við Arionbanka. Sími í þjónustuveri þeirra er 444-7000. Einstaka stéttarfélög hafa gert vörslusamninga við aðar innlánsstofnanir, upplýsingar um að er að finna á heimasíðum stéttarfélaga.

Spurningar - Orri

Uppfærsla Orra 11. okt til 14. okt 2018

Keyrsla á stöðluðum skýrslum
Leiðbeiningar um skráningu á kostnaðarskýrslum
Breytingar og notkun á færibreytum
Innkaupaupphæð staðfest á móti pöntun
Skjámyndin tiltækt magn á lager
Vefverslun stutt lýsing

Gleymt lykilorð í Orra

Hér eru leiðbeiningar um hvernig þú býrð til nýtt aðgangsorð í Orra

Innskráning í Vinnustund, leiðbeiningar

 • Vinnustund innskráning fer fram í flýtivalshnappnum "Sjálfsafgreiðsla" sem er á forsíðu vefsins fyrir neðan myndina.

  Eða
  https://heima.orri.is/OA_HTML/AppsLogin

 • Þá birtist innskráningarmynd.
 • Viðkomandi skráir sig inn í Orra með sama notendanafni og aðgangsorði og notað var við að skrá sig beint inn í vinnustundina áður. Ef þarf að fá nýtt aðgangsorð þá eru leiðbeiningar um það í þessu skjali.
 • Vinstra megin birtist  sjálfsafgreiðsla starfsmanna með  + merki fyrir framan
 • Smellt á + merkið við sjálfsafgreiðslu starfsmanna og þá opnast sá vallisti
 • í vallistanum birtast allar aðgerðir sjálfsþjónustunnar og ma.  Vinnustund. (e WorkHour)
 • Smellið á  Vinnustund og þá opnast vinnustundin.

  Internet explorer Undir Tools í valstikunni á IE vafranum skal velja Internet options og þar valið Privacy og þar er undantekningin orri.is sett inn til þess að Vinnustundin opnist.

  Firefox. Smellið á strikin þrjú efst hægra megin, smellið á Valkostir (e. Properties) Smellið á Innihald (e. Content) Smellið á Undanþágur (e. Exceptions) í kaflanum Sprettigluggar (e. Pop-ups). Sláið inn orri.is smellið á Leyfa (e. Allow) smellið síðan á Loka (e. Close).

  ChromeSmellið á strikin þrjú efst hægra megin, veljið Settings smellið þar á krækjuna Show Advanced Settings sem er neðst á síðunni
  Smellið á hnappinn Content Settings sem er undir Privacy
  Þar skal finna Pop-Ups og smella á Manage Exceptions
  í auða reitinn skal slá inn
  [*.]orri.is
  best væri að afrita línuna hér fyrir ofan og líma í þennann reit gætið bara að því að ekki slæðist með auka bil fyrir aftan eða framan.
  Síðan skal ýta á enter og síðan Done

  • Ath. ef vafrinn er með Pop-up blocker á þá birtist vinnstund ekki. Best er að hafa Pop-up blockerinn á en hafa slóðina orri.is sem undantekningu.

Stillingar á vöfrum við notkun kerfa FJS

Notendur í Orra þurfa að vera upplýstir um stillingar á vöfrum sínum þegar þeir nota kerfi FJS. 

Notendur sem nota Discoverer Viewer þurfa í Internet Explorer að vera með vafrann stilltan á Compatibility meðan í öðrum tilvikum þarf ekki og á ekki að vera með þessa stillingu á. Eins og þegar Vinnustund er notuð.

Þá er mikilvægt að hreinsa vafra til að þeir virki sem best.
Leiðbeiningar um hvernig það er gert má finna með því að smella hér.

Spurningar - Eignakerfið (FA)

Hvað er eignaskrá?

Í eignaskrá er haldið utan um upplýsingar um alla varanlega rekstrarfjármuni ríkisaðila.

Samkvæmt lögum um opinber fjármál, nr. 123/2015, skal halda eignaskrá yfir alla varanlega rekstrarfjármuni. Skilgreining á varanlegum rekstrarfjármun er eign sem ætluð er til notkunar fleiri en eitt reikningsskilatímabil (eitt ár). Því ber að færa í eignaskrá allar eignir sem ætlaðar eru til notkunar lengur en eitt reikningsskilatímabil. Rétt vinnulag er að færa síðan eignir út úr eignaskrá þegar notkun lýkur við úreldingu eða sölu, eftir atvikum. Eign sem er til staðar en notkun hætt má standa í eignaskrá þar til henni er ráðstafað með sölu eða öðrum hætti en hún á þá að vera afskrifuð í vænt söluverð/niðurlagsverð.

Frávik frá þessu verklagi ætti að upplýsa Ríkisendurskoðun um strax til að ekki komi til athugasemda af þeirra hálfu síðar.

Hvað er FA Eignakerfi?

FA Eignakerfi er sérstakur kerfishluti tengdur ORRA, undirkerfi aðalbókhalds, sem heldur utan um og veitir upplýsingar um alla varanlega rekstrarfjármuni ríkisaðila.

Reglulega eru keyrðar vinnslur í ORRA sem finna þær færslur sem bókaðar hafa verið á tegundarlykill 18xxx í GL og flytur þær yfir í biðskrá FA. Eftir mánaðarlok eru færslurnar fluttar úr biðskrá inn í FA Eignakerfið.

Eignakerfið reiknar og skilar afskriftum í GL einu sinni í mánuði. Afskriftafærslur bókast vélrænt, debet á 58 tegundalykla og kredit á viðkomandi 18 tegundalykla.

Eru fjárhæðamörk eignfærslu fyrir hverja eign?

Reikningshaldsleg skilgreining á varanlegum rekstrarfjármun er eign sem keypt er til að nota í rekstri og ætluð er til notkunar á meira en einu reikningsskilatímabili. Kostnaðarverði (kaupverð) eignar er dreift til gjalda á tímabil notkunar í formi afskrifta. Engin fjárhæðarmörk eru skilgreind, en miða skal við varanlega rekstrarfjármuni sem tilgreind eru við gerð fjárfestingaráætlunar sem er grunnur tillagna um fjárfestingarframlag fjárlaga. Minni háttar útgjöld gjaldfærast við kaup.

Hvaða eignir koma til eignfærslu?

Samkvæmt reikningsskilareglum ríkissjóðs skal eignfæra og afskrifa varanlega rekstrarfjármuni og einnig er gerð krafa í lögum um opinber fjármál að ríkisaðilar haldi eignaskrá þar sem varanlegir rekstrarfjármunir eru færðir inn. Eignaskrá í ORRA sinnir báðum þessum kröfum.

Hvert er verð eigna við eignfærslu?

Verð varanlegra rekstrarfjármuna er kaupverð þeirra og tilfallandi kostnaður við að koma þeim í notkun.

Hvernig meðhöndlast eldri eignir?

Eignir í lok árs 2016 (sem voru gjaldfærðar við kaup) eru færðar inn í bókhald ríkisaðila sem eign á viðkomandi 18 tegundalyklum miðað við árslok 2016. Fjársýslan mun sjá um færslur tengdar þessu í samráði við stofnanir.

Byrjað var að færa afskriftir eigna úr Eignakerfinu í GL Fjárhagsbókhaldið á árinu 2017. Afskriftafærslur eru vegna allra eigna sem færðar hafa verið í eignaskrá.  Þessar færslur eru í dagbók sem heitir "Fyrning". Afskriftafærslur bókast vélrænt,  debet á 58 tegundalykla og kredit á viðkomandi 18 tegundalykla.

Ekki skal lengur skrá færslur í GL á 58 tegundir.  Fylgjast þarf með hvort einhverjar færslur hafi farið inn á 58-lykla og er það gert með því að  skoða hreyfingar á þá lykla aðrar en færslur frá FA Eignakerfinu (dagbók "Fyrning").

Eru til reglur um afskriftartíma?

Í FA Eignakerfinu hafa verið sett inn viðmið fyrir afskriftaprósentu allra eignaflokka, þ.e. algengan notkunartíma hvers eignaflokks (20% afskrift = 5 ára notkunartími) og hrakvirði er sjálfgefið 0 kr. Stjórnendur hverrar stofnunar fyrir sig eiga að breyta frá þessum viðmiðum ef þeir áforma lengri eða skemmri notkun og skrá hrakvirði ef áætlað hærra en 0, þ.e. áætlað söluvirði að notkun lokinni.

Upplýsingar um viðmið eru aðgengilegar á vef Fjársýslunnar, sjá hér, sem og leiðbeiningar hvernig hægt er að breyta þessum fyrirframgefnu forsendum, sjá hér

Hrakvirði?

Hrakvirði (lokavirði) er sú fjárhæð sem ríkisaðili getur vænst að fá fyrir eign við lok nýtingartíma hennar að frádregnum væntanlegum ráðstöfunarkostnaði. Þessi fjárhæð er yfirleitt áætluð.

Við innfærslu eigna þarf að skrá hrakvirði og lok notkunartíma. Eignakerfið er sett upp með forsendu um hrakvirði 0 kr. og þurfa stjórnendur að leiðrétta það ef fyrir liggur að eign hafi verðmæti í lok ætlaðs notkunartíma, t.d. ef ekki á að nota eign nema hluta af líftíma hennar.

Stjórnendur stofnana eiga, eftir atvikum, að víkja frá innbyggðum viðmiðum í eignakerfinu og skrá áætlað hrakvirði og lok notkunartíma sem eru forsendur að afskriftum. Mismun kostnaðarverðs og hrakvirðis er dreift til gjalda í formi afskrifta jafnt yfir notkunartíma eignar. Á hverju ári skal síðan endurmeta áætlaðan notkunartíma og hrakvirði og breyta ef þarf. Það er á ábyrgð stjórnenda stofnana að áætla hrakvirði og notkunartíma og skrá inn ef frávik eru frá gefnum forsendum eða breyting verður á áformaðri notkun.

Viðhaldskostnaður, hvernig á að færa hann?

Gjaldfærður viðhaldskostnaður
Rekstrarviðhald sem telst reglubundið jafnt sem tilfallandi viðhald sem er ætlað að koma í veg fyrir rýrnun á verð- og notagildi eigna á að gjaldfæra. Dæmi: Lagfæring á gólfefni, lekaviðgerðir, endurnýjun hreinlætistækja, lagfæring á skemmdum, viðgerð bifreiða, viðhald o.s.frv.

Eignfærður viðhaldskostnaður
Eignfæra skal verulegar endurbætur á fasteign og breytingar á vélum og tækjum. Dæmi: Gagnger endurinnrétting á húsnæði, aukinn sveigjanleiki í innra skipulagi, endurnýjun á gólfefni, sérviðbætur / breytingar á bifreiðum og öðrum tækjum o.s.frv.

Loftræstikerfi sem og aðrar innréttingar í húsnæði flokkast sem varanlegir rekstrarfjármunir og eiga að færast í eignaskrá.

Í þeim tilvikum að um leiguhúsnæði er að ræða þá afskrifast viðkomandi fjármunur á eftirstöðvum leigutímans, sé viðkomandi fjármunur ekki færanlegur. 

Eignfærsla og afskriftir hugbúnaðar?

Frá ársbyrjun 2017 var kostnaður vegna óefnislegra réttinda eða þróunar hugbúnaðar eignfærður hjá ríkisaðilum. Niðurfæra skal með kerfisbundnum hætti á áætluðum nýtingartíma viðkomandi eigna, þó ekki á lengri tíma en 20 árum. Sé áætlaður nýtingartími lengri en fimm ár skal ríkisaðili gera grein fyrir því í skýringum í ársreikningi.

Verk í vinnslu?

Eingöngu skal færa verk í vinnslu ef eignfæra á verkið þegar það er fullunnið.

Mikilvægt er þegar verk í vinnslu er lokið að kostnaðurinn við verkið sé fluttur á rétta eignategund og á rétt viðfangsefni. Viðfangsefnið sem notað er með eignategundinni mun síðan stýra afskriftum frá eignakerfinu inn á rekstur stofnunarinnar í GL.

Leiðbeiningar um færslu verka í vinnslu má sjá hér.