Fræðsla og verklagsreglur

Frágangur reikninga

Skil á reikningum til greiðslu

Ráðuneyti og stofnanir sem eru í bókhalds- og greiðsluþjónustu FJS eiga að ganga frá greiðslubeiðnum og reikningum samkvæmt ákveðnum reglum. Áður en greiðsla reiknings getur farið fram er kannað hvort sá aðili sem undirritar stimpil eða greiðslubeiðnir hafi til þess viðeigandi heimildir. Ganga þarf frá sérstöku eyðublaði með rithandarsýnishorni og senda til FJS, bókhaldssviðs.

Merkja skal umslög þannig:

Fjársýsla ríkisins
Reikningar til greiðslu
Vegmúli 3
108 Reykjavík

Fjársýsla ríkisins áskilur sér þann rétt að endursenda þá reikninga sem uppfylla ekki þau skilyrði sem fram koma í leiðbeiningunum um frágang reikninga til bókunar og greiðslu.

Fjársýslan áskilur sér 4 - 5 daga afgreiðslutíma eftir að reikningar berast til afgreiðslu.

Aðrar leiðbeiningar