Fræðsla og verklagsreglur

Rekstraráætlun stofnana fyrir 2018

Kynning á námskeiðum

Fjármálaráðuneytið efndi í sumar til útboðs á nýju áætlunarkerfi fyrir ríkisstofnanir í A hluta.  Tekið var tilboði frá Capacent í IBM Planning og er vinna við uppsetningu kerfisins hafin.  Gert er ráð fyrir að 30 valdar stofnanir munu nota kerfið til að gera áætlun fyrir árið 2018.  Aðrar stofnanir eiga að nota Excel líkön sem FJS hefur útbúið að aðgengileg er á heimasíðu FJS.

Vegna nýrra laga um opinber fjármál (LOF) verða nokkrar breytingar á fyrirkomulagi rekstraráætlunar og Excel líkönum sem notuð eru.  Stærstu breytingar eru:

  • Reikna þarf breytingar á  orlofsskuldbindingu og skuldbindingu vegna fleiri leyfistegunda
  • Tilgreina þarf fjárfestingar (Nú eignfærum við og afskrifum)
  • Gera þarf áætlun um afskrift eigna
  • Stofnun þarf að ganga frá sjóðsstreymi og áætla viðskiptastöðu við ríkissjóð

Excel líkönunum hefur verið breytt nokkuð til að leysa þessar þarfir. Breytingarnar ná bæði til líkans 1 (eldri gerð) og líkans 2.

Excel líkön og kennsluefni:

Tegund 1.  (Eldri gerð)

Rekstraráætlun-2018-Tegund-1

Rekstraráætlun 2018 Tegund 1, sýnidæmi

Kennsluefni Tegund 1

Tegund 2.  (Nýrri gerð)

Rekstraráætlun 2018 Tegund 2

Rekstraráætlun 2018 Tegund 2, sýnidæmi

Kennsluefni Tegund 2

Námskeið í gerð rekstraráætlunar 2018

 Á námskeiðunum verður farið yfir helstu skref við gerð rekstraráætlunar s.s.

·         Kynntar verða helstu breytingar á líkani og vinnubrögðum við gerð áætlunar

·         Hvernig skal útbúa spá um árið 2017

·         Hvernig eru gögn sótt til Orra

o    Launagögn (Aðeins líkan 2)

o    Bókhaldsgögn (Aðeins líkan 2)

o    Afskriftarstofn (Líkan 1 og líkan 2)

·         Hvernig standa skal að gerð

o    Launaáætlunar 2018

o    Ferðakostnaði 2018

o    Fjárfestingum og afskrift 2018

o    Áætlun um ýmsa liði

·         Kynnt verður nýtt heildaryfirlit (Rekstur, sjóðstreymi)

Ár 2017 - Tegund 1 (Einfaldari útgáfa)

Ár 2017 Tegund 2 (Nýrra líkan)

Námskeið verða haldin hjá Fjársýslunni í tengslum við notkun þessara líkana og vinnustofur um gerð rekstraráætlana.


Kennsluefni