Fræðsla og verklagsreglur

Launaþjónusta

Sími 545 7500

Símatími launaafgreiðslu
Virka daga
10:00-12:00
13:00-15:00

Rýmkaður tími í kringum álagskeyrslur

Skil launagagna til launaafgreiðslu Fjársýslu ríkisins

Öll gögn varðandi afgreiðslu á mánaðarlaunum, þurfa að hafa borist Fjársýslu í síðasta lagi þann 18. hvers mánaðar, hér er átt við ráðningarsamninga, hvers konar tilkynningar, yfirvinnulista o.s.frv.

Berist gögn eftir fyrrgreindan skilafrest er ekki hægt að ábyrgjast afgreiðslu þeirra í næstu mánaðarmót og bíður þá afgreiðsla þeirra næstu mánaðarmóta á eftir.

Brýnt er að gætt sé að skilum á launagögnum þar sem einungis er greitt út einu sinni í mánuði.

Í þeim mánuðum sem stórhátíðir eru, eins og t.d. í desember, getur þurft að setja aðra skilafresti og verður það þá tilkynnt sérstaklega.

Einnig er ítrekað við stofnanir að þær skili inn launagögnum á pappír en ekki í tölvupósti.

Komið með launagögnin eða notið annað hvort póst eða fax (nr. 562 3764), ekki hvort tveggja, það getur valdið villum í launaafgreiðslu ef sama erindi berst oftar en einu sinni.

Fjársýslan fer ekki fram á að fá frumrit launagagna, það er stofnana að vista hjá sér gögn sem uppfylla skilyrði laga, reglna og kjarasamninga.

Launavinnsluáætlun FJS 2021

Vinsamlega athugið að áætlun þessi getur tekið breytingum 

Launavinnsluáætlun 2021