Fræðsla og verklagsreglur

Orri - Vörustýring

Oracle vörustýring er hluti af fjárhagskerfi ríkisins og tekur á innkaupum, lagerhaldi  og  dreifingu vara til endanotenda. Helstu kostir vörustýringar eru  miklir  möguleikar  til  sjálfvirknivæðingar, notkun  strikamerkja  í lagerhaldi,  flutningum  og  áfyllingum  á  deildarlagera  (KanBan).  Mikil samþætting  við  fjárhag  býður  upp á sjálfvirka afstemmingu reikninga við pantanir,  auk  þess  sem bókunarupplýsingar fylgja notanda og pöntun alla leið  í  fjárhag.  Öll millideildarviðskipti eru nú þegar pappírslaus, t.d. sala lagera og eldhúss til deilda.

Rafræn  viðskipti  eru vel studd, pantanir sendar á XML formi til birgja og reikningar   frá   birgjum.   Kerfið   er   í   notkun   hjá  Vegagerðinni, Landspítala-háskólsjúkrahúsi  og  Fjórðunssjúkrahúsi Akureyrar. Einnig nota nokkrir minni aðilar smá hluta þess.