Fræðsla og verklagsreglur

Spurt og svarað

Almennar spurningar:

Hver svarar fyrir ríkissjóðsinnheimtur í heimabanka (greiðslutilkynningar) ?

Svar:  Mikið er um að einstaklingar og fyrirtæki sem og þjónustufulltrúar bankanna, hringi í Fjársýslu ríkisins, í leit að frekari greiðsluupplýsingum en Fjársýsla ríkisins er ekki með þær upplýsingar.

Við viljum vinsamlega benda á að það eru innheimtumenn ríkissjóðs, sýslumenn utan höfuðborgarsvæðis og  Tollstjóri sem innheimta skatta og gjöld fyrir ríkissjóð.  Einstaklingar og fyrirtæki sem leita frekari upplýsinga um greiðslustöðu og innheimtu skulda eiga því að leita til Tollstjóra og sýslumanna utan höfuðborgarsvæðis.

Tollstjóri, í síma 560-0300, svarar þeim sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu, en sýslumenn svara þeim sem búsettir eru utan höfuðborgarsvæðis.


Embætti Kennitala

Sími

Tollstjóri 650269-7649

560 0300

Sýslumaðurinn á Vesturlandi
660914-1100

458-2300

Sýslumaðurinn á Vestfjörðum
411014-0100

458-2400

Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra
660914-0990

458-2500

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra
680814-0820

458-2600

Sýslumaðurinn á Austurlandi
410914-0770

458-2700

Sýslumaðurinn á Suðurlandi
680814-0150

458-2800

Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum 490169-7339

458-2900

Sýslumaðurinn á Suðurnesjum 610576-0369

458-2200

Hvað er sektarboð í heimabankanum ?

Svar:  Innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaður hjá sýslumanninum á Norðurlandi vestra, sími 458-2500, svarar fyrirspurnum varðandi sáttarboð, lögreglustjórasektir og dómsektir.

Hver svarar fyrir barnabætur og vaxtabætur ?

Svar:  Ríkisskattstjóri ákvarðar barnabætur og vaxtabætur.  RSK sími 442-1000

 • Upplýsingar um  barnabætur og vaxtabætur má finna á rsk.is
 • Barnabætur og vaxtabætur eru greiddar út  eigi síðar en 1. febrúar, 1. maí, 1. júlí og 1. október.
 • Bætur eru lagðar inn á bankareikning gjaldanda ef upplýsingar eru fyrir hendi skv. skattframtali, ráðstöfunarskrá banka og sparisjóða eða launaskrá Fjársýslu ríkisins. Annars eru þær greiddar út hjá innheimtumönnum ríkissjóðs.
 • Innheimtumenn (Tollstjóri og sýslumenn utan höfuðborgarsvæðis)  veita upplýsingar um útborgun bóta og inn á hvaða reikning bæturnar voru greiddar. Ef bótum er ráðstafað upp í skuld við hið opinbera skal hafa samband við innheimtumenn, þ.e. Tollstjóra eða sýslumenn utan höfuðborgarsvæðis.
 • Ef bankareikningi hefur verið lokað  fer greiðslan á villu hjá bankanum og er síðan send til ríkisfjárhirslu og greidd aftur inn í Tekjubókhaldskerfi ríkisins til útborgunar hjá innheimtumönnum.
 • Ef greitt hefur verið inn á rangan reikning skal hafa samband við bankann sem breytir númeri bankareiknings í ráðstöfunarskrá bankanna.
 • Barnabætur má ekki taka upp í bankaskuld. Þá skal hafa samband við Tekjusvið Fjársýslu ríkisins.
 • Ef bótum er ráðstafað á móti  meðlagsskuld þá er unnt að  hafa samband við Innheimtustofnun  sveitarfélaga, sími 590-7100.

Hver svarar fyrir bifreiðagjald?

Svar: Ríkisskattstjóri leggur á  bifreiðagjald, en  Tollstjóri og sýslumenn utan höfuðborgarsvæðis veita nánari upplýsingar um greiðslustöðu, útborgun inneigna og innheimtu skulda.

 • Gjalddagi er 1. janúar og  eindagi 15. febrúar, eindagi er virkur dagur.
 • Gjalddagi er 1. júlí og eindagi 15. ágúst, eindagi er virkur dagur.

Ferðakostnaður  - akstursgjald og dagpeningar ?

Svar:  Auglýsing ferðakostnaðarnefndar um aksturs- og dagpeninga er á vefsíðu fjármála- og efnahagsráðuneytisins á slóð: http://www.fjarmalaraduneyti.is/ferdakostnadur/

Hverjar eru kennitölur ríkissjóðs ?

 • 540269-6459   Ríkissjóður Íslands
 • 681102-3020   Ríkissjóðsinnheimtur

Spurningar - launaþjónusta

Um starfsvottorð

Ef óskað er eftir starfsvottorði þarf að senda tölvupóst með "Starfsvottorð" í titli á netfangið mailto://laun@fjs.is. Upplýsingar um nafn, kennitölu og tímabil þurfa að koma fram og hvort um venjulegt starfsvottorð sé að ræða eða vottorð vegna atvinnuleysisbóta fyrir Vinnumálastofnun.

Inná hvaða reikning er orlofið mitt lagt ?

Flest stéttarfélög hafa gert vörslusamning við Arionbanka. Sími í þjónustuveri þeirra er 444-7000. Einstaka stéttarfélög hafa gert vörslusamninga við aðar innlánsstofnanir, upplýsingar um að er að finna á heimasíðum stéttarfélaga.

Spurningar - Orri

Gleymt lykilorð í Orra

Hér eru leiðbeiningar um hvernig þú býrð til nýtt aðgangsorð í Orra

Innskráning í Vinnustund, leiðbeiningar

 • Vinnustund innskráning fer fram í flýtivalshnappnum "Sjálfsafgreiðsla" sem er á forsíðu vefsins fyrir neðan myndina.

  Eða
  https://heima.orri.is/OA_HTML/AppsLogin

 • Þá birtist innskráningarmynd.
 • Viðkomandi skráir sig inn í Orra með sama notendanafni og aðgangsorði og notað var við að skrá sig beint inn í vinnustundina áður. Ef þarf að fá nýtt aðgangsorð þá eru leiðbeiningar um það í þessu  skjali .
 • Vinstra megin birtist  sjálfsafgreiðsla starfsmanna með  + merki fyrir framan
 • Smellt á + merkið við sjálfsafgreiðslu starfsmanna og þá opnast sá vallisti
 • í vallistanum birtast allar aðgerðir sjálfsþjónustunnar og ma.  Vinnustund. (e WorkHour)
 • Smellið á  Vinnustund og þá opnast vinnustundin.

  Internet explorer Undir Tools í valstikunni á IE vafranum skal velja Internet options og þar valið Privacy og þar er undantekningin orri.is sett inn til þess að Vinnustundin opnist.

  Firefox. Smellið á strikin þrjú efst hægra megin, smellið á Valkostir (e. Properties) Smellið á Innihald (e. Content) Smellið á Undanþágur (e. Exceptions) í kaflanum Sprettigluggar (e. Pop-ups). Sláið inn orri.is smellið á Leyfa (e. Allow) smellið síðan á Loka (e. Close).

  ChromeSmellið á strikin þrjú efst hægra megin, veljið Settings smellið þar á krækjuna Show Advanced Settings sem er neðst á síðunni
  Smellið á hnappinn Content Settings sem er undir Privacy
  Þar skal finna Pop-Ups og smella á Manage Exceptions
  í auða reitinn skal slá inn
  [*.]orri.is
  best væri að afrita línuna hér fyrir ofan og líma í þennann reit gætið bara að því að ekki slæðist með auka bil fyrir aftan eða framan.
  Síðan skal ýta á enter og síðan Done

  • Ath. ef vafrinn er með Pop-up blocker á þá birtist vinnstund ekki. Best er að hafa Pop-up blockerinn á en hafa slóðina orri.is sem undantekningu.

Stillingar á vöfrum við notkun kerfa FJS

Notendur í Orra þurfa að vera upplýstir um stillingar á vöfrum sínum þegar þeir nota kerfi FJS. 

Notendur sem nota Discoverer Viewer þurfa í Internet Explorer að vera með vafrann stilltan á Compatibility meðan í öðrum tilvikum þarf ekki og á ekki að vera með þessa stillingu á. Eins og þegar Vinnustund er notuð.

Þá er mikilvægt að hreinsa vafra til að þeir virki sem best.
Leiðbeiningar um hvernig það er gert má finna með því að smella hér.

Spurningar - Eignakerfið (FA)

Hvað er eignaskrá?

Eignaskrá veitir upplýsingar um alla varanlega rekstrarfjármuni ríkisaðila, hvort heldur um er að ræða nýjar eða nýlegar eignir sem mynda eign- og afskriftafærslur eða eldri eignir sem eru að fullu afskrifaðar en eru í notkun. 

Samkvæmt lögum um opinber fjármál (og lög um fjárreiður ríkisins þar á undan) skal halda eignaskrá yfir alla varanlega rekstrarfjármuni. Samkvæmt því ber að færa í eignaskrá allar eignir sem ætlaðar eru til notkunar lengur en eitt reikningsskilatímabil. Ekki er hægt að mæla með því að eignir sem eru í notkun séu færðar út úr eignaskrá því þær mega standa þar þó þær séu fullafskrifaðar. Eðlilegt vinnulag er að færa eignir út úr eignaskrá þegar notkun lýkur, með úreldingu eða sölu eftir atvikum. Vinnureglur um frávik frá þessu ætti að upplýsa Ríkisendurskoðun um strax til að tryggja að það kalli ekki á fyrirvara af þeirra hálfu.

Hvað er FA Eignakerfi?

FA Eignakerfi er sérstakur kerfishluti tengdur ORRA sem heldur utan um og veitir upplýsingar um alla varanlega rekstrarfjármuni ríkisaðila. 

Eftir lok vinnudags eru keyrðar reglulegar keyrslur í ORRA sem finna þær færslur sem bókaðar hafa verið í AP og eða GL á tegundarlykil 18xxx og flytja afrit af þeim yfir í FA. Útfrá afskriftaforsendum reiknar FA Eignakerfið einu sinni í mánuði afskriftir og uppfærir bókfært virði eigna.

Eru fjárhæðamörk eignfærslu fyrir hverja eign?

Reikningshaldsleg skilgreining á varanlegum rekstrarfjármun er eign sem keypt er til að nota í rekstri og ætluð er til notkunar á meira en einu reikningsskilatímabili. Kostnaðarverði hennar er þannig dreift á tímabil notkunar í formi afskrifta. Engin fjárhæðarmörk eru skilgreind. Miða á við þær færslur sem fóru áður inn á 58 tegundalykla og byggja á mati stjórnenda þegar kemur að óverulegu innkaupsverði. Samkvæmt IPSAS og ársreikningalögum skal eignfæra varanlega rekstrarfjármuni, einnig er gerð krafa í lögum um opinber fjármál að ríkisaðilar haldi eignaskrá þar sem allir varanlegir rekstrarfjármunir eru færðir inn. 

Hvaða eignir koma til eignfærslu?

Allir rekstrarfjármunir sem ætlaðir eru til notkunar fleiri en eitt reikningsskilatímabil eiga að eignfærast og dreifa kostnaðarverði þeirra á notkunartímann í formi afskrifta.

Við innleiðingu á IPSAS á sama við um liðinn tíma, þ.e. allar eignir sem ætlaðar voru til notkunar í lengri tíma en eitt reikningsskilatímabil eiga að eignfærast að teknu tilliti til afskrifta frá kaupdegi og gjaldfærast með jöfnum fjárhæðum á notkunartímanum.

Hvaða eignir eru ekki eignfærðar?

Gjaldfæra skal innkaup þar sem hið keypta nýtist einungis á því tímabili þegar kaup fara fram. Hluti rekstrarvöru kann að vera ætlaður til lengri tíma notkunar (t.d. pappír/varahlutir o.fl.) og eru þær vörur eignfærðar sem rekstrarvörubirgðir eða fyrirframgreiddur kostnaður og færðar til gjalda á því tímabili þegar notkun á sér stað.

Hvers virði verður eignfærslan?

Virði varanlegra rekstrarfjármuna tekur í flestum tilfellum mið af upphaflegu kaupverði að teknu tilliti til afskrifta.  Upplýsingar um undantekningar munu koma fram í leiðbeiningum.

Hvernig verður mótfærsla við uppfærslu á bókfærðu verði eigna skv. eignaskrá?

Bókfærðar eignir í lok árs 2016 eru færðar sem eign á viðkomandi 18 tegundalyklum, debet-færslur.  Mótfærsla á móti bókfærðu virði eldri eigna er á tegund 3831 sem heitir "Endurmat, uppsafnað".

Byrjað verður að færa afskriftir eigna úr FA Eignakerfinu yfir í GL Fjárhagsbókhaldið á árinu 2017, afskriftafærslur eru bæði vegna fyrri ára og eignakaupa 2017. Þessar færslur eru í dagbók sem heitir "Fyrning". Afskriftafærslur bókast þannig,  debet á 58 tegundalykla og kredit á 18 tegundalykla.

Ekki er lengur heimilt að skrá færslur í GL á 58 tegundir, ef einhverra hluta vegna þarf að leiðrétta verður að skoða hvert tilfelli sérstaklega. Fylgjast þarf með hvort einhverjar færslur hafi slæðst inn á 58-lykla framhjá AP og er það gert með því að  skoða hreyfingalista og sía frá dagbókina "Fyrning".

Í lok árs við uppgjör verður það hluti af lokunarfærslum að millifæra afskriftir/fyrningu ársins á eignum eldri en 2017 kredit á 38115 og debet á 3831. Þessar færslur verða framkvæmdar af uppgjörssviði.

Eru til reglur um afskriftartíma?

Í FA Eignakerfinu hafa verið sett inn viðmið fyrir afskriftaprósentu innan eignaflokka, þ.e. notkunartíma sem tekur mið af afskriftaprósentu (20% afskrift = 5 ára notkunartími) og hrakvirði er sjálfgefið 0 kr. Stjórnendur hverrar stofnunar fyrir sig geta breytt frá þessum viðmiðum ef þeir telja ástæðu til, þ.e. lengri eða skemmri notkun og skrá hrakvirði byggt á áætluðu söluverði að notkun lokinni.

Upplýsingar um viðmið verða aðgengilegar á vef Fjársýslunnar, sem og leiðbeiningar hvernig hægt er að breyta fyrirframgefnum forsendum.

Hrakvirði?

Hrakvirði (lokavirði) er sú hreina fjárhæð sem ríkisaðili getur vænst að fá fyrir eign við lok nýtingartíma hennar, að frádregnum væntanlegum ráðstöfunarkostnaði.

Við innleiðingu á nýju eignakerfi er bætt við möguleika að skrá hrakvirði og lok notkunartíma. Í framkvæmd er hrakvirði eigna í flestum tilfellum 0 kr., t.d. skrifborð sem var keypt fyrir 10 árum er að fullu afskrifað út frá 10% afskriftaviðmiðum. Það að breyta ekki felur í sér að stjórnendur samþykkja fyrirfram gefnu gildin. Réttast er að leiðrétta notkunartíma þegar ljóst er að eign nýtist eða verður notuð lengur. Má til dæmis í því samhengi miða við fjárfestingaáætlun, þannig að ef endurfjárfesting er ekki áætluð t.d. næstu 3 ár, þá muni núverandi eign að minnsta kosti endast þann tíma.

Stjórnendur stofnana geta vikið frá innbyggðum viðmiðum í eignakerfinu og skráð hrakvirði og lok notkunartíma sem myndar afskriftarstofn, en aðallega reynir á þá framkvæmd þegar um er að ræða verðmeiri eignir. Mismunur kostnaðarverðs og hrakvirðis er síðan dreift til gjalda í formi afskrifta jafnt yfir notkunartímann. Á hverju ári skal síðan endurmeta áætlaðan notkunartíma og hrakvirði og breyta ef þarf. Það er á ábyrgð stjórnenda stofnana að áætla hrakvirði og notkunartíma, þ.e. þau frávik sem eru frá gefnum forsendum.

Viðhaldskostnaður vegna varanlegra rekstrarfjármuna, hvernig á að færa hann?

Venjulegar viðgerðir ber að gjaldfæra, en í þeim tilfellum sem meiriháttar viðgerðir eiga sér stað ber að eignfæra þann kostnað. Í kjölfar meiriháttar viðgerða hefur endingartími eða notkunarmöguleikar eignar aukist og þarf því að uppfæra lok notkunartíma í eignaskrá samkvæmt mati og afskriftafærslur taka mið af því í kjölfarið.

Eiga loftræstikerfi sem og aðrar innréttingar að eignfærast?

Loftræstikerfi sem og aðrar innréttingar í húsnæði flokkast sem varanlegir rekstrarfjármunir og eiga að færast í eignaskrá. Í þeim tilvikum þar sem um leiguhúsnæði er að ræða þá afskrifast viðkomandi fjármunur á eftirstöðvum leigutímans. 

Eignfærsla og afskriftir hugbúnaðar?

Frá og með 1. janúar 2017 verður kostnaður vegna óefnislegra réttinda eða þróunar hugbúnaðar eignfærður hjá ríkisaðilum. Afskrifa skal með kerfisbundnum hætti á áætluðum nýtingartíma viðkomandi eigna, þó ekki á lengri tíma en 20 árum.  Sé áætlaður nýtingartími lengri en fimm ár skal gera grein fyrir ástæðum þess í skýringum ársreiknings hjá ríkisaðila.