Fræðsla og verklagsreglur

Rekstraráætlun stofnana fyrir 2017

Ljóst er að ný lög um opinber fjármál munu hafa nokkur áhrif á rekstraráætlun stofnana.  Helstu breytingar felast í:
·         Fastafjármunur eru eignfærðir og afskrifaðir yfir notkunartíma
·         Orlofsskuldbinding og breytingar á skuldbindingu
·         Breyting verður á bókun tekna
·         Gera þarf innkaupaáætlun
·         Fjárheimild mun breytast

Þegar þetta er skrifað er ekki búið að taka endalega ákvörðun um hvernig þetta verður útfært og því hefur verið tekin sú ákvörðun að byrja með lítið breytt líkön fyrir árið 2017.  Þegar endaleg útfærsla liggur fyrir þurfa stofnanir að flytja gögnin í ný líkön sem sennilega verða tilbúin í desember.

Helsta breytingin sem finna má í núverandi líkönum fyrir árið 2017 er að nú er komin sérstakur flipi þar sem stofnanir þurfa að skilgreina hluta af fyrirhuguðum innkaupum fyrir árið 2017.  Þetta er gert til að auðvelda Ríkiskaupum að standa fyrir útboðum.  Önnur breyting er að í launasíðum er nú reiknuð út orlofsskuldbinding og breyting á henni innan ársins.  Til að byrja með er þessi útreikningur ekki nýttur í heildaryfirlitum heldur er hann hugsaður til að kynna stofnunum breytt fyrirkomulag

Eins og áður standa stofnunum til boða tveir möguleikar, þ.e. tegund 1 eldri útgáfa og tegund 2 nýrri útgáfa.

Ár 2017 - Tegund 1 (Einfaldari útgáfa)

Ár 2017 Tegund 2 (Nýrra líkan)

Námskeið verða haldin hjá Fjársýslunni í tengslum við notkun þessara líkana og vinnustofur um gerð rekstraráætlana.


Kennsluefni